Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 13:55 Liz Truss forsætisráðherra og Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. AP/Stefan Rousseau Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. „Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna. Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna.
Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“