Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 08:54 Kona gengur fram hjá fyrirsögn sem segir að pundið sé í sögulegri lægð vegna skattalækkanaáforma ríkisstjórnarinnar í London í gær. AP/Frank Augstein Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira