Efnahagsmál Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Viðskipti innlent 4.11.2025 16:22 „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02 Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50 Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46 Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13 „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53 „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Viðskipti innlent 2.11.2025 12:17 Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent 1.11.2025 14:02 Verðbólguþróunin áhyggjuefni Aukin verðbólga milli mánaða er áhyggjuefni að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til nýrrar mælingar og haldi vöxtum líklega óbreyttum í nóvember. Viðskipti innlent 30.10.2025 12:00 Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Áhrif af gjaldþroti Play koma að litlu leyti inn í útreikning neysluverðs í mánuðinum. Viðskipti innlent 30.10.2025 09:13 Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Viðskipti innlent 29.10.2025 16:40 Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki ákveðið hvernig lánaframboði bankans verður breytt í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Viðskipti innlent 29.10.2025 14:31 Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Bankastjóri Landsbankans segir ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf þegar hafa lækkað frá því að bankinn tilkynnti um breytingar á lánaframboði sínu. Nú sé ljós við enda ganganna og spurning hvort slíka truflun á lánamarkaði hafi þurft til að verðbólga hjaðni og vextir verði lækkaðir. Hún segir markmið bankans þó aðeins hafa verið tryggja framboð íbúðalána. Viðskipti innlent 28.10.2025 11:55 „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðast ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu, sé viðbúið að lendingin verði hörð. Viðskipti innlent 27.10.2025 17:10 Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:48 Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans segir að breytt lánaframboð bankans hefði ekki haft áhrif á lánsmöguleika yfir 90 prósent þeirra fyrstu kaupenda sem hafa tekið íbúðalán hjá bankanum á þessu ári. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:13 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. Innherji 24.10.2025 13:02 Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar. Innlent 24.10.2025 12:23 Verðmætasköpunarlaust haust Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Skoðun 24.10.2025 11:32 „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir stöðuna á Grundartanga grafalvarlega, og fyrir samfélagið í heild. „Norðurál er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og útflutningsverðmætin sem tapast geta verið allt að sex milljarðar á mánuði,“ segir Sigurður sem fór yfir málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Viðskipti innlent 23.10.2025 21:00 Séríslensk hávaxtastefna Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Skoðun 23.10.2025 08:31 Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Neytendur 22.10.2025 23:02 Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Fasteignaeigendum hefur fjölgað undanfarið hjá umboðsmanni skuldara. Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir það mikið áhyggjuefni. Málin séu oft flóknari en hjá þeim sem eigi lítið. Hún segir heildarfjölda ekki hafa fjölgað hjá þeim en umsóknir á árinu eru um 500. Neytendur 16.10.2025 11:26 Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu. Viðskipti innlent 13.10.2025 22:51 Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. Viðskipti erlent 13.10.2025 10:13 Seðlabankinn á að vera framsýnn og láta aðra sjá um „endurvinnsluna“ Peningastefnunefnd Seðlabankans opnaði fyrir það í vikunni að vextir gætu verið lækkaðir í nóvember, að mati hagfræðings, sem brýnir bankann að vera meira framsýnn og láta „aðra sjá um endurvinnsluna.“ Gangi spár eftir verður október þriðji mánuðurinn í röð þar sem hækkun vísitölu neysluverðs er hverfandi og undirstrikar að árstakturinn er „fortíðarverðbólga.“ Innherji 11.10.2025 12:15 Mesta fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum frá því í febrúar Erlendir fjárfestar voru nokkuð umfangsmiklir í kaupum á ríkisskuldabréfum í liðnum mánuði þegar þeir bættu við sig fyrir meira en sex milljarða. Innstreymi erlends fjármagns í íslensk ríkisverðbréf hefur hins vegar dregist mjög saman á árinu. Innherjamolar 10.10.2025 16:12 Hlutfall krafna í vanskilum töluvert lægra en fyrir heimsfaraldur Það sem af er árinu hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað talsvert og hafa núna aldrei mælst lægri, samkvæmt gögnum frá Motus, en eftir miklar sveiflur síðustu misseri virðist vera komið á jafnvægi sem er nokkuð lægra en fyrir heimsfaraldur. Innherjamolar 8.10.2025 16:51 Ekki „stórar áhyggjur“ af verðbólgunni þótt krónan kunni að gefa aðeins eftir Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu. Innherjamolar 8.10.2025 12:32 Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu. Viðskipti innlent 8.10.2025 11:06 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 80 ›
Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Viðskipti innlent 4.11.2025 16:22
„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02
Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50
Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13
„Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53
„Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Viðskipti innlent 2.11.2025 12:17
Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent 1.11.2025 14:02
Verðbólguþróunin áhyggjuefni Aukin verðbólga milli mánaða er áhyggjuefni að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til nýrrar mælingar og haldi vöxtum líklega óbreyttum í nóvember. Viðskipti innlent 30.10.2025 12:00
Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Áhrif af gjaldþroti Play koma að litlu leyti inn í útreikning neysluverðs í mánuðinum. Viðskipti innlent 30.10.2025 09:13
Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Viðskipti innlent 29.10.2025 16:40
Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki ákveðið hvernig lánaframboði bankans verður breytt í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Viðskipti innlent 29.10.2025 14:31
Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Bankastjóri Landsbankans segir ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf þegar hafa lækkað frá því að bankinn tilkynnti um breytingar á lánaframboði sínu. Nú sé ljós við enda ganganna og spurning hvort slíka truflun á lánamarkaði hafi þurft til að verðbólga hjaðni og vextir verði lækkaðir. Hún segir markmið bankans þó aðeins hafa verið tryggja framboð íbúðalána. Viðskipti innlent 28.10.2025 11:55
„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðast ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu, sé viðbúið að lendingin verði hörð. Viðskipti innlent 27.10.2025 17:10
Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:48
Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans segir að breytt lánaframboð bankans hefði ekki haft áhrif á lánsmöguleika yfir 90 prósent þeirra fyrstu kaupenda sem hafa tekið íbúðalán hjá bankanum á þessu ári. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:13
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. Innherji 24.10.2025 13:02
Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar. Innlent 24.10.2025 12:23
Verðmætasköpunarlaust haust Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Skoðun 24.10.2025 11:32
„Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir stöðuna á Grundartanga grafalvarlega, og fyrir samfélagið í heild. „Norðurál er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og útflutningsverðmætin sem tapast geta verið allt að sex milljarðar á mánuði,“ segir Sigurður sem fór yfir málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Viðskipti innlent 23.10.2025 21:00
Séríslensk hávaxtastefna Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Skoðun 23.10.2025 08:31
Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Neytendur 22.10.2025 23:02
Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Fasteignaeigendum hefur fjölgað undanfarið hjá umboðsmanni skuldara. Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir það mikið áhyggjuefni. Málin séu oft flóknari en hjá þeim sem eigi lítið. Hún segir heildarfjölda ekki hafa fjölgað hjá þeim en umsóknir á árinu eru um 500. Neytendur 16.10.2025 11:26
Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu. Viðskipti innlent 13.10.2025 22:51
Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. Viðskipti erlent 13.10.2025 10:13
Seðlabankinn á að vera framsýnn og láta aðra sjá um „endurvinnsluna“ Peningastefnunefnd Seðlabankans opnaði fyrir það í vikunni að vextir gætu verið lækkaðir í nóvember, að mati hagfræðings, sem brýnir bankann að vera meira framsýnn og láta „aðra sjá um endurvinnsluna.“ Gangi spár eftir verður október þriðji mánuðurinn í röð þar sem hækkun vísitölu neysluverðs er hverfandi og undirstrikar að árstakturinn er „fortíðarverðbólga.“ Innherji 11.10.2025 12:15
Mesta fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum frá því í febrúar Erlendir fjárfestar voru nokkuð umfangsmiklir í kaupum á ríkisskuldabréfum í liðnum mánuði þegar þeir bættu við sig fyrir meira en sex milljarða. Innstreymi erlends fjármagns í íslensk ríkisverðbréf hefur hins vegar dregist mjög saman á árinu. Innherjamolar 10.10.2025 16:12
Hlutfall krafna í vanskilum töluvert lægra en fyrir heimsfaraldur Það sem af er árinu hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað talsvert og hafa núna aldrei mælst lægri, samkvæmt gögnum frá Motus, en eftir miklar sveiflur síðustu misseri virðist vera komið á jafnvægi sem er nokkuð lægra en fyrir heimsfaraldur. Innherjamolar 8.10.2025 16:51
Ekki „stórar áhyggjur“ af verðbólgunni þótt krónan kunni að gefa aðeins eftir Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu. Innherjamolar 8.10.2025 12:32
Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu. Viðskipti innlent 8.10.2025 11:06