Erlent

Segja 99,23 prósent hafa stutt til­lögu um að heyra undir Rúss­land

Atli Ísleifsson skrifar
Atkvæðagreiðslunar fóru fram í héruðunum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðausturhluta Úkraínu.
Atkvæðagreiðslunar fóru fram í héruðunum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðausturhluta Úkraínu. AP

Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær.

Stjórnvöld í Rússlandi eru talin munu nýta atkvæðagreiðslunar sem réttlætingu fyrir innlimun á landsvæðunum, með svipuðum hætti og gert var með Krímskaga árið 2014.

Úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðslunar, segja ekkert að marka þær og sagt þær vera uppgerð.

Atkvæðagreiðslunar fóru fram í héruðum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia í austur- og suðausturhluta Úkraínu.

Í frétt BBC segir að flóttafólk sem dreift sé víða um Rússland, meðal annars á Krímskaga, hafi einnig staðið til boða að kjósa í atkvæðagreiðslunni. Um fjórar milljónir manna eru sögð hafa staðið til boða að kjósa, en héruðin fjögur ná samanlagt yfir um fimmtán prósent landsvæðis Úkraínu.

Fréttaveitur, sem reknar eru af stjórnum aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk segja nú frá því að allt að 99,23 prósent atkvæða hafi verið greidd með því að heyra undir Rússlandi.

Því hefur verið velt upp að Vladimír Pútín Rússlandsforseti muni tilkynna um innlimun héraðanna fjögurra í ræðu á rússneska þinginu á föstudaginn. Árið 2014 tilkynnti Pútín um innlimun Rússa á Krímskaga í ræðu fáeinum dögum eftir að sambærileg þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin þar.


Tengdar fréttir

„Þetta land er Úkraína“

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti.

„Þetta land er Úkraína“

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti.

Boða innlimun, heita syndaaflausn og hóta kjarnorkustríði

Atkvæðagreiðslum í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhizhia um innlimun svæðanna í Rússland lýkur í dag. Rússneskir miðlar segja kosningaþátttöku vera komna yfir 50 prósent, sem sérfræðingar segja lygi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×