Íslenski boltinn

Audrey Rose Baldwin í marki Stjörnunnar á Akur­eyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Audrey Rose Baldwin er mætt í Stjörnuna.
Audrey Rose Baldwin er mætt í Stjörnuna. KSÍ

Audrey Rose Baldwin er í marki Stjörnunnar í dag en liðið sækir Þór/KA heim í Bestu deild kvenna í fótbolta. Baldwin gekk í raðir Stjörnunnar í dag á neyðarláni þar sem meiðsli herja á markverði Stjörnunnar.

Chanté Sandiford er ekki í leikmannahóp Stjörnunnar en hún hefur varið mark liðsins í sumar. Þá er enginn varamarkvörður í leikmannahóp tjörnunnar líkt og undanfarna leiki.

Hin þrítuga Baldwin hefur leikið með Fylki, HK/Víking, HK og Keflavík hér á landi. Í sumar lék hún alla leiki HK í Lengjudeildinni.

Stjarnan er í harðri baráttu um 2. sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Leikur Stjörnunnar og Þórs/KA hefst klukkan 17.30 og er í beinni textalýsingu á Vísis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.