Íslenski boltinn

„Er hrika­lega stoltur af leik­mönnum liðsins “

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander Aron er stoltur af sínu liði þrátt fyrir fall.
Alexander Aron er stoltur af sínu liði þrátt fyrir fall. Vísir/Tjörvi Týr

„Ég vil óska Valskonum til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn, þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik dagsins þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en Afturelding féll úr Bestu deildinni.

Fyrir leik dagsins í Mosfellsbæ var ljóst að með sigri yrði Valur Íslandsmeistari annað árið og myndi um leið senda Aftureldingu aftur í Lengjudeildina. Fór það svo að Valur vann 3-1 sigur og getur leyft sér að fagna í kvöld.

„Ég er hrikalega stoltur af leikmönnum liðsins og öllum. Þetta er búið að vera erfitt og koma svo í dag, eins og við gerðum gegn nánast atvinnumannaliði, er frábær tilfinning eftir leik en auðvitað svekkjandi úrslit, það er augljóst.“

„Eins og ég er búinn að segja við leikmenn í nær allt sumar, mótlæti í fótbolta er örugglega það besta sem getur komið fyrir þig. Þarft að lenda í mótlæti til að ná árangri. Þessir leikmenn hérna, það er komið fram í næstsíðustu umferð og leikmenn eru að gefa allt í þetta.“

„Ég held að framtíðin sé bara björt, við erum með góða leikmenn og svo á eftir að koma í ljós. Ég er þannig maður í lífinu að ég veit aldrei hvað ég er að fara gera á morgun fyrr en ég vakna svo tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Alexander Aron að endingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.