Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 16:20 Auglýsing til stuðnings innlimunar Lúhansk í Rússland sem á stendur „Með Rússlandi að eilífu, 27. september“. Uppreisnarmenn sem styðja rússnesk stjórnvöld fara með völdin í stærstum hluta héraðsins. AP Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09
Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01
Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54