Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 18:01 Sendiráð Rússlands við Túngötu heyrði ekki af boðsferðinni til Lúhansk fyrr en í morgun. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. Fréttamönnum var boðið að ferðast til hersetna héraðsins Lúhansk til að fylgjast með íbúakosningu sem Rússar láta fara þar fram um að héraðið verði tekið inn í rússneska ríkjasambandið um helgina í tölvupósti sem Konráð Magnússon, eigandi fasteignafélagsins Firringar fasteignar, sendi íslenskum fjölmiðlum á þriðjudag. Heldur Konráð því fram í póstinum að sérstakur kosningasjóður á vegum rússneska ríkisins greiði kostnað við flug og uppihald fyrir blaðamenn. Í samtali við Vísi vildi Konráð ekki nefna sjóðinn eða tengilið sinn við hann. Hann sagði RÚV hins vegar að stjórnandi sjóðsins væri kona sem sæti sem ráðherra í stjórn sjálfstjórnarhéraðsins Bashkortostan. Talsmaður rússneska sendiráðsins sem Vísir ræddi við sagðist ekki vita hvort að sjóðurinn væri á vegum rússneskra stjórnvalda. Sendiráðið hefði raunar ekki vitað af boðinu fyrr en í dag. Eftir því sem það kæmist næst væri þó um raunverulegt boð að ræða og að sendiráðið hefði leyfi til að veita vegabréfaáritanir til þeirra sem væru á lista fyrir ferðina. Vill ekki nefna sjóðinn eða forsvarsmann hans Enginn íslenskur blaðamaður hafði skráð sig til fararinnar þegar Vísir ræddi við Konráð í gær en samkvæmt póstinum átti að leggja af stað frá landinu í dag. Hann vildi ekki ræða um hver sjóðurinn sem fjármagnaði ferðina væri. Vísaði hann til þess að hann hefði ekki spurt einstaklinginn að því hvort hann mætti nafngreina hann. Fullyrti Konráð að ferðin væri í boði rússneska ríkisins þegar uppi væri staðið. Sjóðurinn fjármagnaði ýmsa viðburði fyrir rússneska ríkið, þar á meðal ráðstefnur og fleira. Sendiráðið á Íslandi gæti útvegað vegabréfsáritanir samdægurs fyrir ferðalagið. Konráð heldur því fram að hann hafi verið í sambandi við þá sem standa fyrir ferðinni í nokkur ár og að hann viti að allt standist sem þeir segja. Sjálfur fái hann engin laun eða fríðindi fyrir að bera út boðið. Honum þyki aðeins gott að geta hjálpað til enda hafi hann góða reynslu af Rússlandi. Um tengsl sín við Rússland segir Konráð að hann hafi fyrst farið þangað skömmu eftir aldamót og kynnst þar konu. Árið 2003 hafi hann flutt til Rússlands í tvö ár á meðan konan var í námi. Þar hafi hann kynnst fólki og verið viðloðandi Rússland síðan. Hann hafi meðal annars flutt inn rússneskt timbur til Íslands. Hann hafi haldið sambandi við félaga sína í Rússlandi. Í gegnum þá hafi forsvarsmanni sjóðsins verið bent á hann þegar hann vantaði aðstoð á Íslandi. „Ég fæ engar upplýsingar sjálfur annað en það að ég er búinn að vera í sambandi við þessa aðila í nokkur ár og veit bara að það stenst allt sem þeir segja. Ég er ekkert að spyrja neitt nánar út í það,“ segir Konráð. Fordæma atkvæðagreiðsluna sem fals Íbúakosningin í Lúhansk á að hefjast á morgun og standa fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins örfárra daga fyrirvara fyrr í þessari viku. Á sama tíma á að kjósa í Donetsk, Kherson og Saporisjía. Rússar hafa ekkert héraðanna fjögurra fyllilega á valdi sínu. Vestrænir þjóðarleiðtogar hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem falsi og fullyrt að úrslit þeirra séu ráðin fyrir fram. Þau eigi að vera átylla fyrir Rússa að innlima héröðin líkt og þegar þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Pútíns forseta, sagði í dag að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til þess að verja landsvæðin eftir að þau væru innlimuð. Hann virtist gefa sér úrslitin fyrir fram. „Donbass-lýðveldin og önnur svæði verða tekin inn í Rússland,“ fullyrti Medvedev sem er varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. 21. september 2022 06:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fréttamönnum var boðið að ferðast til hersetna héraðsins Lúhansk til að fylgjast með íbúakosningu sem Rússar láta fara þar fram um að héraðið verði tekið inn í rússneska ríkjasambandið um helgina í tölvupósti sem Konráð Magnússon, eigandi fasteignafélagsins Firringar fasteignar, sendi íslenskum fjölmiðlum á þriðjudag. Heldur Konráð því fram í póstinum að sérstakur kosningasjóður á vegum rússneska ríkisins greiði kostnað við flug og uppihald fyrir blaðamenn. Í samtali við Vísi vildi Konráð ekki nefna sjóðinn eða tengilið sinn við hann. Hann sagði RÚV hins vegar að stjórnandi sjóðsins væri kona sem sæti sem ráðherra í stjórn sjálfstjórnarhéraðsins Bashkortostan. Talsmaður rússneska sendiráðsins sem Vísir ræddi við sagðist ekki vita hvort að sjóðurinn væri á vegum rússneskra stjórnvalda. Sendiráðið hefði raunar ekki vitað af boðinu fyrr en í dag. Eftir því sem það kæmist næst væri þó um raunverulegt boð að ræða og að sendiráðið hefði leyfi til að veita vegabréfaáritanir til þeirra sem væru á lista fyrir ferðina. Vill ekki nefna sjóðinn eða forsvarsmann hans Enginn íslenskur blaðamaður hafði skráð sig til fararinnar þegar Vísir ræddi við Konráð í gær en samkvæmt póstinum átti að leggja af stað frá landinu í dag. Hann vildi ekki ræða um hver sjóðurinn sem fjármagnaði ferðina væri. Vísaði hann til þess að hann hefði ekki spurt einstaklinginn að því hvort hann mætti nafngreina hann. Fullyrti Konráð að ferðin væri í boði rússneska ríkisins þegar uppi væri staðið. Sjóðurinn fjármagnaði ýmsa viðburði fyrir rússneska ríkið, þar á meðal ráðstefnur og fleira. Sendiráðið á Íslandi gæti útvegað vegabréfsáritanir samdægurs fyrir ferðalagið. Konráð heldur því fram að hann hafi verið í sambandi við þá sem standa fyrir ferðinni í nokkur ár og að hann viti að allt standist sem þeir segja. Sjálfur fái hann engin laun eða fríðindi fyrir að bera út boðið. Honum þyki aðeins gott að geta hjálpað til enda hafi hann góða reynslu af Rússlandi. Um tengsl sín við Rússland segir Konráð að hann hafi fyrst farið þangað skömmu eftir aldamót og kynnst þar konu. Árið 2003 hafi hann flutt til Rússlands í tvö ár á meðan konan var í námi. Þar hafi hann kynnst fólki og verið viðloðandi Rússland síðan. Hann hafi meðal annars flutt inn rússneskt timbur til Íslands. Hann hafi haldið sambandi við félaga sína í Rússlandi. Í gegnum þá hafi forsvarsmanni sjóðsins verið bent á hann þegar hann vantaði aðstoð á Íslandi. „Ég fæ engar upplýsingar sjálfur annað en það að ég er búinn að vera í sambandi við þessa aðila í nokkur ár og veit bara að það stenst allt sem þeir segja. Ég er ekkert að spyrja neitt nánar út í það,“ segir Konráð. Fordæma atkvæðagreiðsluna sem fals Íbúakosningin í Lúhansk á að hefjast á morgun og standa fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins örfárra daga fyrirvara fyrr í þessari viku. Á sama tíma á að kjósa í Donetsk, Kherson og Saporisjía. Rússar hafa ekkert héraðanna fjögurra fyllilega á valdi sínu. Vestrænir þjóðarleiðtogar hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem falsi og fullyrt að úrslit þeirra séu ráðin fyrir fram. Þau eigi að vera átylla fyrir Rússa að innlima héröðin líkt og þegar þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Pútíns forseta, sagði í dag að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til þess að verja landsvæðin eftir að þau væru innlimuð. Hann virtist gefa sér úrslitin fyrir fram. „Donbass-lýðveldin og önnur svæði verða tekin inn í Rússland,“ fullyrti Medvedev sem er varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. 21. september 2022 06:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. 21. september 2022 06:20