Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 14:54 Verkamenn hreinsa brak úr hóteli sem varð fyrir sprengjuregni í átökum Rússa og Úkraínu í borginni Kramatosk í Donetsk-héraði. Uppreisnarmenn sem ráða hluta héraðsins ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að gangast Rússlandi formlega á hönd. Vísir/EPA Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15