Nokkrir af yfirmönnum hersveita Úkraínu sem vörðust í Maríupól og voru handsamaðir af Rússum.
Mikil eftirspurn er eftir flugferðum aðra leiðina frá Rússlandi eftir að Vladímír Pútín forseti tilkynnti í sjónvarpsávarpi að um 300.000 manns yrði kvaddir í herinn vegna stríðsins í Úkraínu í morgun.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu vendingar:
Pútín forseti tilkynnti að hann hefði skipað varnarmálaráðuneytinu að kalla strax upp varalið sem yrði sent til Úkraínu. Varnarmálaráðuneytið segist ætla að kveðja um 300.000 manns í herinn.
Forsetinn var herskár í garð vesturlanda í sjónvarpsávarpi sínu og sakaði þau um að hyggja á tortímingu Rússlands. Hótaði Pútín því óbeint að beita kjarnavopnum til að verja Rússland.
Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, og Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðar í dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.