Enski boltinn

Bak­vörðurinn sem er orðinn fram­herji tryggði Aston Villa sigur á Man City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rachel Daly fagnar fyrra marki sínu í dag.
Rachel Daly fagnar fyrra marki sínu í dag. Twitter@BarclaysWSL

Rachel Daly skoraði tvisvar í 4-3 sigri Aston Villa á Manchester City. Villa festi kaup á landsliðsbakverðinum Daly í sumar en í stað þess að spila henni sem bakverði vildi Villa prófa hana upp á topp, sú tilraun byrjar vel.

Alisha Lehmann kom Villa yfir eftir sendingu Daly á 22. mínútu og tíu mínútum síðar snerist dæmið þegar Daly kom boltanum í netið eftir sendingu Lehmann. Áður en fyrri hálfleikur var runninn sitt skeið hafði Laura Coombs minnkað muninn í 2-1.

Hálfleiksræða Man City virðist hafa virkað þar sem Khadija Shaw jafnaði metin á 53. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Coombs gestunum yfir. Örskömmu síðar jafnaði Kenza Dali metin áður en Daly skoraði það sem reyndist sigurmarkið.

Lokatölur 4-3 og Villa byrjar því tímabilið vel á meðan það stefnir í langt tímabil hjá Man City.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.