Veður

Allt að fimmtán stiga hiti í dag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Von er á hlýju veðri í dag.
Von er á hlýju veðri í dag. Vísir/Vilhelm

Spáð er suðaustan átt þrír til tíu metrar á sekúndu í dag en hitinn verður um tíu til fimmtán gráður á suðvesturströndinni undir hádegi. Heldur hvassara verður í kvöld.

Spáð er smáskúrum sunnan- og vestanlands og rigning síðdegis, en þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti sjö til fjártan stig, hlýjast norðaustantil. 

Veðurhorfur næstu daga:

Á morgun:

 Sunnan og suðaustan 5-15 m/s og rigning með köflum á morgun, hvassast syðst, en þurrt norðaustantil fram eftir kvöldi. Hlýnar heldur.

Á þriðjudag:

Sunnan 3-10 m/s og dálítil væta, en bjart með köflum austanlands. Bætir í úrkomu sunnan- og vestantil um kvöldið. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.

Á miðvikudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og sums staðar skúrir, en rigning austantil fram undir hádegi. Hiti 8 til 13 stig.

Á fimmtudag:

Vestlæg átt og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt og bjart suðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig, mildast á Suðaustur- og Austurlandi.

Á föstudag (haustjafndægur):

Norðvestan- og vestanátt. Dálítil él norðaustanlands, annars skýjað með köflum. Svalt í veðri.

Á laugardag: 

Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu og hlýnandi veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×