Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:46 Samkvæmt frétt Reuters vildi Pútín ekki láta sér nægja að Úkraínu gengi ekki í NATÓ, heldur vildi hann freista þess að innlima stóra hluta landsins. epa/Sputnik/Gavril Grigorov Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira