Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:46 Samkvæmt frétt Reuters vildi Pútín ekki láta sér nægja að Úkraínu gengi ekki í NATÓ, heldur vildi hann freista þess að innlima stóra hluta landsins. epa/Sputnik/Gavril Grigorov Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira