Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2022 11:43 Rússar halda enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á héraðsborgina Kharkiv, nú síðast á miðborgina í gær. Markmiðið er að eyðileggja innviði og draga máttinn úr almenningi. AP/Andrii Marienko Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. Í munnlegri skýrslu Rosemary DiCarlo aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til öryggisráðs samtakanna í gær kom fram að rúmlega 5.700 óbreyttir borgarar hefðu fallið í innrás Rússa í Úkraínu, þeirra á meðal 372 börn. Um 8.200 hefðu særst, þeirra á meðal 635 börn. Þá hefðu 6,9 milljónir íbúa í austur- og suðurhluta landsins hrakist frá heimilum sínum vegna innrásarinnar. Fjöldi flóttafólks til annarra landa væri kominn yfir sjö milljónir og hefði fjölgað um 300 þúsund á hálfum mánuði. Forseti Úkraínu segir hersveitir sínar hafa náð góðum árangri í gagnsókn þeirra gegn Rússum og náð bæjum þar á sitt vald á ný. Rússar reyndu mikið í upphafi stríðsins að ná samnefndri héraðsborg en tókst það ekki en náðu hins vegar hluta héraðsins á sitt vald.AP/embætti forseta Úkraínu Fregnir hafa borist af gagnsókn úkraínskra hersveita undanfarna daga í Kerson héraði í suðri og nú síðast í Kharkiv héraði í norðaustur hluta landsins. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að góðar fréttir hefðu borist af árangri hersveita í Kharkiv. „Nú er ekki tímabært að greina nákvæmlega frá því hvar fáni Úkraínu hefur verið dreginn að húni á ný. En það er við hæfi að að koma þakklæti á framfæri til hermanna í 25. flugsveit okkar fyrir það hughrekki sem þeir hafa sýnt í þessum aðgerðum,“ sagði forsetinn. Innrás Rússa hefur reynst þeim dýrkeypt. Talið er að allt að 50 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið og særst og gífurlegum fjölda hergagna þeirra hefur verið grandað. Um tvö þúsund skriðdrekum og yfir tvö hundruð flugvélum til að mynda. Þótt mjög hafi dregið úr mætti rússneskra hersveita á Donbassvæðinu er enn barist þar af hörku. Hér fylgist hin 75 ára Raisa Smielkova með slökkviliðsmönnum að störfum eftir árás Rússa á heimili hennar í bænum Sloviansk í Donetsk héraði í gær.AP/Leo Correa En Rússar hafa líka valdið gífurlegu eigna- og manntjóni í Úkraínu eins og fram kom hér að framan. Linda Thomas-Greenfield fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á fundi öryggisráðsins í gær að Rússar hefðu einnig rænt og flutt fjölda Úkraínumanna til Rússlands. Linda Thomas-Greenfield fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum greindi frá heimildum fyrir stríðsglæpum Rússa í Úkraínu á fundi öryggisráðsins í gær.AP/Yuki Iwamura „Áætlanir frá fjölmörgum heimildum, meðal annars innan rússnesku stjórnarinnar, gefa til kynna að rússnesk yfirvöld hafi yfirheyrt, fangelsað og flutt með valdi á bilinu 900 þúsund til 1,6 milljónir íbúa fráheimilum sínum í Úkraínu til Rússlands, oft á tíðum langt austur eftir í Rússlandi,“ sagði Thomas-Greefield. Heimildir væru fyrir því að þessum mannránum og flutningum væri stjórnað af embættismönnum innan forsetaembættis Rússlands. Starfsmenn skrifstofu Vladimirs Putins forseta Rússlands eru sagðir stjórna mannránum og nauðaflutningum fólks frá Úkraínu til austurhluta Rússlands.AP/Mikhail Klimentyev Þá hefðu þessir sömu embættismenn komið listum með nöfnum úkraínskra borgara á framfæri viðhersveitir sínar sem eigi aðhandtaka og flytja fólkið til Rússlands. Fjöldi barna væri í þessum hópi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir minnst tuttugu kílómetra í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerði þeir með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og virðast Úkraínumenn hafa nýtt sér flutning Rússa á hersveitum til suðurs, til að styrkja varnir þeirra í suðri í Kherson-héraði og styðja hersveitir í austurhluta landsins. 8. september 2022 11:04 Ógna birgðalínum Rússa í austri Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. 7. september 2022 11:52 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Í munnlegri skýrslu Rosemary DiCarlo aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til öryggisráðs samtakanna í gær kom fram að rúmlega 5.700 óbreyttir borgarar hefðu fallið í innrás Rússa í Úkraínu, þeirra á meðal 372 börn. Um 8.200 hefðu særst, þeirra á meðal 635 börn. Þá hefðu 6,9 milljónir íbúa í austur- og suðurhluta landsins hrakist frá heimilum sínum vegna innrásarinnar. Fjöldi flóttafólks til annarra landa væri kominn yfir sjö milljónir og hefði fjölgað um 300 þúsund á hálfum mánuði. Forseti Úkraínu segir hersveitir sínar hafa náð góðum árangri í gagnsókn þeirra gegn Rússum og náð bæjum þar á sitt vald á ný. Rússar reyndu mikið í upphafi stríðsins að ná samnefndri héraðsborg en tókst það ekki en náðu hins vegar hluta héraðsins á sitt vald.AP/embætti forseta Úkraínu Fregnir hafa borist af gagnsókn úkraínskra hersveita undanfarna daga í Kerson héraði í suðri og nú síðast í Kharkiv héraði í norðaustur hluta landsins. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að góðar fréttir hefðu borist af árangri hersveita í Kharkiv. „Nú er ekki tímabært að greina nákvæmlega frá því hvar fáni Úkraínu hefur verið dreginn að húni á ný. En það er við hæfi að að koma þakklæti á framfæri til hermanna í 25. flugsveit okkar fyrir það hughrekki sem þeir hafa sýnt í þessum aðgerðum,“ sagði forsetinn. Innrás Rússa hefur reynst þeim dýrkeypt. Talið er að allt að 50 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið og særst og gífurlegum fjölda hergagna þeirra hefur verið grandað. Um tvö þúsund skriðdrekum og yfir tvö hundruð flugvélum til að mynda. Þótt mjög hafi dregið úr mætti rússneskra hersveita á Donbassvæðinu er enn barist þar af hörku. Hér fylgist hin 75 ára Raisa Smielkova með slökkviliðsmönnum að störfum eftir árás Rússa á heimili hennar í bænum Sloviansk í Donetsk héraði í gær.AP/Leo Correa En Rússar hafa líka valdið gífurlegu eigna- og manntjóni í Úkraínu eins og fram kom hér að framan. Linda Thomas-Greenfield fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á fundi öryggisráðsins í gær að Rússar hefðu einnig rænt og flutt fjölda Úkraínumanna til Rússlands. Linda Thomas-Greenfield fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum greindi frá heimildum fyrir stríðsglæpum Rússa í Úkraínu á fundi öryggisráðsins í gær.AP/Yuki Iwamura „Áætlanir frá fjölmörgum heimildum, meðal annars innan rússnesku stjórnarinnar, gefa til kynna að rússnesk yfirvöld hafi yfirheyrt, fangelsað og flutt með valdi á bilinu 900 þúsund til 1,6 milljónir íbúa fráheimilum sínum í Úkraínu til Rússlands, oft á tíðum langt austur eftir í Rússlandi,“ sagði Thomas-Greefield. Heimildir væru fyrir því að þessum mannránum og flutningum væri stjórnað af embættismönnum innan forsetaembættis Rússlands. Starfsmenn skrifstofu Vladimirs Putins forseta Rússlands eru sagðir stjórna mannránum og nauðaflutningum fólks frá Úkraínu til austurhluta Rússlands.AP/Mikhail Klimentyev Þá hefðu þessir sömu embættismenn komið listum með nöfnum úkraínskra borgara á framfæri viðhersveitir sínar sem eigi aðhandtaka og flytja fólkið til Rússlands. Fjöldi barna væri í þessum hópi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir minnst tuttugu kílómetra í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerði þeir með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og virðast Úkraínumenn hafa nýtt sér flutning Rússa á hersveitum til suðurs, til að styrkja varnir þeirra í suðri í Kherson-héraði og styðja hersveitir í austurhluta landsins. 8. september 2022 11:04 Ógna birgðalínum Rússa í austri Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. 7. september 2022 11:52 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir minnst tuttugu kílómetra í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerði þeir með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og virðast Úkraínumenn hafa nýtt sér flutning Rússa á hersveitum til suðurs, til að styrkja varnir þeirra í suðri í Kherson-héraði og styðja hersveitir í austurhluta landsins. 8. september 2022 11:04
Ógna birgðalínum Rússa í austri Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. 7. september 2022 11:52
Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36