Erlent

Segir heiminum stafa ógn af við­skipta­þvingunum Vestur­landa

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ræðustól í Vladivostok í morgun.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ræðustól í Vladivostok í morgun. AP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu.

Þetta sagði forsetinn á efnahagsráðstefnu í Vladivostok í austurhluta Rússlands í morgun.

Reuters segir frá því að Pútín haft sagt að Vesturveldin hafi vanmetið hagkerfi heimsins með „árásargjörnum tilraunum sínum til að ráða yfir heiminum öllum“, líkt og forsetinn komst að orði. Þá sagði hann jafnframt að engum muni takast að einangra Rússland, slíkt sé ekki mögulegt.

Síðustu daga hefur orðið ljóst að Rússar muni ekki senda meira gas til Þýskalands og Evrópu í gegnum NordStream 1 leiðsluna. Segja þeir að ekki verði gert við olíuleka í túrbínu að svo stöddu vegna viðskiptaþvingana aðildarríkja Evrópusambandsins. 

Sömuleiðis hefur Dmitri Peskov, talsmaður Pútíns, sagt að eðlilegt sé að Rússar haldi hún á önnur mið í leit að nýjum kaupendum að rússnesku gasi.

Þá tilkynnti rússneski orkurisinn Gasprom í gær að skrifað hafi verið undir samning við Kínverja um gaskaup, auk þess að hætt verði að notast við bandaríska dali í viðskiptum með gas og að þess í stað notast við rússneskar rúblur og kínverskt yuan.


Tengdar fréttir

Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi

Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×