Rekinn af velli fyrir að skvetta úr skinnsokknum í limgerði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 07:00 Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley FC fékk skrautlegt rautt spjald á dögunum. Twitter@Mallet_AFC Vægast sagt stórundarlegt atvik átti sér stað í forkeppni FA bikarkeppninnar á Englandi. Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley, fékk nefnilega rautt spjald fyrir að létta af sér, pissa, utan í limgerði fyrir utan völlinn er boltinn hafði farið aftur fyrir. Á hverju ári verða til nýjar sögur í tengslum við FA bikarkeppnina. Oftast er um að ræða sögur í anda Öskubusku eða Davíðs og Golíats þar sem lítilmagninn nær eftirtektarverðum árangri. Inn á milli koma svo sögur af markvörðum sem borða bökur á bekknum eða láta reka sig út af fyrir að þurfa skvetta af sér hlandi í miðjum leik. Það síðara á við hér en um liðna helgi gerðu Blackfield & Langley markalaust jafntefli gegn Shepton Mallet. Fyrrnefnda liðið leikur í 9. efstu deild og eflaust rýmri reglur þar er leikur fer fram en þegar um er að ræða þá elstu og virtustu, FA bikarkeppnina. Eftir að boltinn fór aftur fyrir og Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu þá ákvað markvörðurinn að nýta tækifærið og létta aðeins á sér. Hann fór því upp að limgerði sem var við völlinn og pissaði þar. Leikmenn Shepton Mallet tóku eftir þessu og bentu dómaranum á hvað væri að eiga sér stað. Téður dómari rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. 76| Blackfield keeper is sent off for urinating in the hedge! Never seen it before. 0-0. #towncalledmallet— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022 „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli þurfa liðin að mætast aftur og má reikna með að allir leikmenn Blackfield verði látnir fara á klósettið áður en leikurinn verður flautaður á. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Á hverju ári verða til nýjar sögur í tengslum við FA bikarkeppnina. Oftast er um að ræða sögur í anda Öskubusku eða Davíðs og Golíats þar sem lítilmagninn nær eftirtektarverðum árangri. Inn á milli koma svo sögur af markvörðum sem borða bökur á bekknum eða láta reka sig út af fyrir að þurfa skvetta af sér hlandi í miðjum leik. Það síðara á við hér en um liðna helgi gerðu Blackfield & Langley markalaust jafntefli gegn Shepton Mallet. Fyrrnefnda liðið leikur í 9. efstu deild og eflaust rýmri reglur þar er leikur fer fram en þegar um er að ræða þá elstu og virtustu, FA bikarkeppnina. Eftir að boltinn fór aftur fyrir og Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu þá ákvað markvörðurinn að nýta tækifærið og létta aðeins á sér. Hann fór því upp að limgerði sem var við völlinn og pissaði þar. Leikmenn Shepton Mallet tóku eftir þessu og bentu dómaranum á hvað væri að eiga sér stað. Téður dómari rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. 76| Blackfield keeper is sent off for urinating in the hedge! Never seen it before. 0-0. #towncalledmallet— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022 „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli þurfa liðin að mætast aftur og má reikna með að allir leikmenn Blackfield verði látnir fara á klósettið áður en leikurinn verður flautaður á.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti