Íslenski boltinn

Logi heppinn að ekki fór verr: Sjáðu rauða spjaldið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atvikið sem um er ræðir.
Atvikið sem um er ræðir. Stöð 2 Sport

Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik í Bestu deild karla er ÍBV heimsótti Íslandsmeistara Víkings. Jón Kristinn hljóp af öllu afli inn í Loga Tómasson sem þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið.

ÍBV byrjaði frábærlega í Víkinni og var 2-0 yfir eftir aðeins 17 mínútur. Logi hafði minnkað muninn niður í eitt mark er hann elti langan bolta inn fyrir vörn gestanna. Jón Kristinn kom á fleygiferð út úr markinu og stökk upp á móti Loga eins og sjá má á myndinni hér að ofan. 

Logi steinlá og Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, átti ekki annarra kosta völ en að senda markvörðinn unga af velli. Manni færri virtist ÍBV ætla að halda út en Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í uppbótartíma og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 

Klippa: Skelfilegt brot hjá markverði ÍBV

Tengdar fréttir

Leik lokið: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Hall­dór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana

Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×