Enski boltinn

Gerir sex ára samning við Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albaninn stóri og stæðilegi.
Albaninn stóri og stæðilegi. vísir/Getty

Tvítugi Albaníumaðurinn Armando Broja mun skrifa undir nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea.

SkySports greinir frá tíðindunum, aðeins tveimur dögum eftir að Lundúnarliðið keypti Pierre Emerick Aubameyang frá Barcelona.

Broja lék sem lánsmaður hjá Southampton í fyrra og vakti töluverða athygli fyrir framgöngu sína í úrvalsdeildinni en hann hefur ekki fengið margar mínútur með Chelsea í upphafi móts í ár og því vekja fréttir af nýjum langtímasamningi töluverða athygli.

Sóknarmaðurinn var eftirsóttur í sumar og föluðust meðal annars West Ham og Everton eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki.

Broja er fæddur og uppalinn í Englandi en spilar fyrir Albaníu og hefur gert fjögur mörk í fjórtán landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×