Erlent

Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn

Árni Sæberg skrifar
Mikill fjöldi fólks hefur tapað heimilum sínum í flóðunum.
Mikill fjöldi fólks hefur tapað heimilum sínum í flóðunum. AP Photo/Fareed Khan

Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 

Samhæfingarnefnd, sem forsætisráðherrann Shehbaz Sharif leiðir, kom saman í fyrsta sinn í dag til að fara yfir afleiðingar flóðanna. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að flóðin hafi haft áhrif á 33 milljónir manna og orðið minnst 1.265 að bana. Þar af 441 barni.

Flóðin orsakast af gríðarlegri rigningu sem kölluð hefur verið „monsúnrigning á sterum“. Þá hefur bráðnun jökla í norðanverðu Pakistan bætt gráu ofan á svart. Loftslagsbreytingum hefur verið kennt um flóðin.

„Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á dögunum.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út tilkynningu þar sem sagði að óttast væri að gríðarlegur fjöldi barna muni látast í hamförunum og af völdum útbreiðslu sjúkdóma eftir þær, að því er segir í frétt Reuters um málið.

Yfirmaður almannavarna Pakistans sagði á fundi nefndarinnar að flóðin hafi sökkt um þriðjungi landsins. Fyrir flóðin hafi fjórar hitabylgjur og mikill fjöldi gróðurelda skollið á landinu. „Árinu 2022 hefur fylgt áminning um harkaleg áhrif loftslagsbreytinga fyrir Pakistan,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

„Monsúnrigning á sterum“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×