Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 11:50 Þótt Úkraínumenn sæki nú fram í suðurhluta Úkraínu gera Rússar enn stöðugar árásir í austurhluta landsins. Hér má sjá konur leita skjóls í kjallara undan stöðugum eldflaugaárásum Rússa á bæinn Sloviansk skammt frá borginni Kramatorsk í Donetsk héraði. AP//Leo Correa Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17
Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17