Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:17 Rússar í Kherson búa sig nú undir gagnárás Úkraínumanna. epa/Sergei Ilnitsky Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. Kherson var fyrsta stórborgin sem féll í hendur óvinarins eftir að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðuuppfærslu að Rússar freisti þess nú að endurskipuleggja varnir sínar umhverfis borgina en Bretarnir segja sveitir Rússa undirmannaðar og háðar viðkvæmum birgðarlínum. Yfirvöld í Rússlandi hafa gengist við því að hafa orðið fyrir gagnárás af hálfu Úkraínumanna en segjast hafa tekið á móti og fjöldi Úkraínumanna fallið. Ráðamenn í Úkraínu hafa ekki viljað gefa of mikið upp um áætlanir sínar en Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað við því að þeir rússnesku hermenn sem staddir eru í Kherson verði nú að gera upp við sig hvort þeir vilja bjarga lífi sínu og flýja ellegar eiga það á hættu að láta lífið í gagnárásinni. Forsetinn var vígreifur í gærkvöldi og sagði landamæri Úkraínu og Rússlands ekki hafa breyst. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar. Og rétt eins og samfélag okkar skilur það þá vil ég að innrásarherinn skilji það líka. Það er enginn staður fyrir þá á úkraínskri jörðu,“ sagði Selenskí. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Kherson var fyrsta stórborgin sem féll í hendur óvinarins eftir að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðuuppfærslu að Rússar freisti þess nú að endurskipuleggja varnir sínar umhverfis borgina en Bretarnir segja sveitir Rússa undirmannaðar og háðar viðkvæmum birgðarlínum. Yfirvöld í Rússlandi hafa gengist við því að hafa orðið fyrir gagnárás af hálfu Úkraínumanna en segjast hafa tekið á móti og fjöldi Úkraínumanna fallið. Ráðamenn í Úkraínu hafa ekki viljað gefa of mikið upp um áætlanir sínar en Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað við því að þeir rússnesku hermenn sem staddir eru í Kherson verði nú að gera upp við sig hvort þeir vilja bjarga lífi sínu og flýja ellegar eiga það á hættu að láta lífið í gagnárásinni. Forsetinn var vígreifur í gærkvöldi og sagði landamæri Úkraínu og Rússlands ekki hafa breyst. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar. Og rétt eins og samfélag okkar skilur það þá vil ég að innrásarherinn skilji það líka. Það er enginn staður fyrir þá á úkraínskri jörðu,“ sagði Selenskí.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira