Veður

Skýjað en þó bærilegasta veður

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Reykjavík.
Reykjavík. vísir/vilhelm

Svo virðist sem að síðasti sólríki sumardagurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í gær. Í dag verður skýjað en þó bærilegasta veður þar sem hiti verður  til 16 stig.

Næsta sólarhringinn verður suðaustan 5-13 m/s og skýjað sunnan- og vestantil, en sums staðar lítilsháttar væta. Annars hæg breytileg átt og áfram bjartviðri. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.

Veðurhorfur næstu daga:

Á þriðjudag:

Suðaustan 10-18 m/s og rigning, hvassast úti við sjóinn, en bjartviðri norðaustanlands. Hlýtt í veðri, allt að 21 stigum fyrir norðan. Hægari suðvestátt og úrkomuminna vestantil undir kvöld og fer að kólna.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Á fimmtudag:

Breytilegar áttir og dálítil rigning á austanverðu landinu, en annars úrkomulítið. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag:

Norðaustlæg átt og skýjað með köflum, en smá væta syðst. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast syðra.

Á laugardag:

Útlit fyrir allhvassa suðvestanátt með vætu norðvestantil, en annars hægari og þurrviðri. Fremur hlýtt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.