Enski boltinn

Jóhann Berg í byrjunarliðinu í stórsigri Burnley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu öruggan sigur í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu öruggan sigur í dag. Lindsey Parnaby/PA Images via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið vann öruggan 1-5 útisigur gegn Wigan í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Jóhann Berg er hægt og rólega að komast af stað á ný eftir löng meiðsli og lék í klukkutíma úti á hægri kanti áður en hann var tekinn af velli.

Gestirnir í Burnley komust í tveggja marka forystu eftir tæplega hálftíma leik áður en heimamenn minnkuðu muninn stuttu fyrir hálfleik og staðan því 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir náðu tveggja marka forskoti á ný snemma í síðari hálfleik og gerðu svo út um leikinn með tveimur mörkum með stuttu millibili á lokamínútum leiksins.

Lokatölur því 1-5 og Jóhann Berg og félagar eru nú með níu stig í sjötta sæti eftir sex leiki, þremur stigum meira en Wigan sem situr í 20. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×