Veður

Lægðin við­heldur all­hvassri norð­vestan­átt austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Enn rignir á Norður- og Austurlandi og þar verður svalt í veðri.
Enn rignir á Norður- og Austurlandi og þar verður svalt í veðri. Vísir/Vilhelm

Lægð gærdagsins er enn stödd úti fyrir austurströndinni og viðheldur hún allhvassri norðvestanátt á austanverðu landinu. Vindurinn getur verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Á vef Veðurstofunnar segir að enn rigni á Norður- og Austurlandi og að svalt sé í veðri þar.

„Seinnipartinn í dag dregur úr vindi og rigningu á þessum slóðum. Á sunnan- og vestanverðu landinu er annað uppi á teningnum. Þar er útlit fyrir norðan golu eða kalda og sólríkt veður í dag og hiti 16-17 stig þar sem best lætur.

Á morgun verður áðurnefnd lægð á bak og burt og hæð situr yfir landinu. Það þýðir að vindur verður hægur og víðast hvar bjart og fallegt veður. Líklega svipaður hámarkshiti á morgun og í dag, um 17 stig á Faxaflóasvæðinu og í uppsveitum á Suðurlandi.“

Veðurspá fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 9 til 16 stig yfir daginn, hlýjast á Vesturlandi.

Á sunnudag: Suðlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 vestast á landinu. Skýjað sunnan- og vestanlands og sums staðar dálítil væta. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á mánudag og þriðjudag: Suðaustan 8-15 m/s og súld eða rigning á köflum, en hægari vindur og bjartviðri á norðanverðu landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á miðvikudag: Suðaustlæg átt og vætusamt, en þurrt og bjart norðantil á landinu og hlýtt þar.

Á fimmtudag: Austlæg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðvestantil á landinu. Kólnar heldur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.