Tíu leikmenn Chelsea tryggðu sér sigur gegn Leicester

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raheem Sterling skoraði bæði mörk Chelsea í dag.
Raheem Sterling skoraði bæði mörk Chelsea í dag. Craig Mercer/MB Media/Getty Images

Chelsea vann virkilega góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að þurfa að leika manni færri seinasta klukkutíma leiksins.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, en heimamenn í Chelsea fóru þó manni færri inn til búningsherbergja þar sem Conor Gallagher lét reka sig af velli með rautt spjald á 28. mínútu eftir að hafa fengið að líta tvö gul spjöld með stuttu millibili.

Manni færri tóku heimamenn í Chelsea þó forystuna þegar Raheem Sterling kom boltanum í netið snemma í síðari hálfleik áður en hann tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 63. mínútu.

Harvey Barnes minnkaði þó muninn fyrir gestina þremur mínútum síðar, en þar við sat og niðurstaðan því 2-1 sigur Chelsea.

Chelsea situr nú í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki, sex stigum meira en Leicester sem situr í 19. sæti og á enn eftir að vinna leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira