Eina tilboðið í Ronaldo kom frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Stórlið Evrópu virðast hafa lítinn sem engan áhuga á að fá Cristiano Ronaldo í sinar raðir. Mike Hewitt/Getty Images Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti