Eina tilboðið í Ronaldo kom frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Stórlið Evrópu virðast hafa lítinn sem engan áhuga á að fá Cristiano Ronaldo í sinar raðir. Mike Hewitt/Getty Images Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira