Kvöld sem gæti galopnað toppbaráttuna og gjörbreytt stöðu mála á botni deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 13:01 Þessir fjórir verða á hliðarlínunum í kvöld, sumir þó eflaust meira en aðrir. Vísir/Hulda Margrét Alls eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Tveir þeirra gætu haft gríðarleg áhrif á toppbaráttuna á meðan hinir tveir geta breytt stöðu mála á botni deildarinnar. Mánudagskvöldið 22. ágúst gæti haft gríðarleg áhrif á lokastöðuna í Bestu deildinni. Vissulega eru nokkrar umferðir eftir af hefðbundinni deildarkeppni og svo úrslitakeppni í kjölfarið en það er ljóst að pendúllinn getur sveiflast allverulega í kvöld. Úlfarsárdalur Klukkan 19.15 í Grafarholti tekur Fram á móti toppliði Breiðabliks. Heimamenn hafa verið illviðráðanlegir síðan þeir færðu sig úr Safamýri. Bæði innan vallar sem utan en segja má að mikil stemning einkenni leik liðsins þessa dagana. Fram hefur ekki enn tapað á nýjum heimavelli sínum. Ásamt því að vinna FH og Leikni Reykjavík þá hefur Fram gert jafntefli við ÍBV, Stjörnuna og Víking í þeim sex leikjum sem liðið hefur leikið þar til þessa. Topplið Breiðabliks þarf í raun að vera fyrsta liðið til að sigra heimamenn í Úlfarsárdal þar sem forysta liðsins á toppi deildarinnar hefur minnkað hægt og rólega undanfarnar vikur. Blikar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn var og hefur því ekki haft mikinn tíma til að jafna sig milli leikja. Það hefur verið staðan undanfarnar vikur þar sem liðið tók þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Það hafði áhrif á gengi liðsins í Bestu deildinni en Breiðablik hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum þar og forystan á toppi deildarinnar komin niður í aðeins þrjú stig. Damir Muminovic fagnar sigrinum gegn HK. Vísir/Hulda Margrét Heimavöllur hamingjunnar Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti sjóðandi heitum Valsmönnum í Víkinni í kvöld. Það virðist sem Ólafur Jóhannesson hafi náð að kveikja neista á Hlíðarenda sem var sárlega vantað. Allt í einu eru Valsarar farnir að gæla við að blanda sér af alvöru í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Víkingar fagna einu fimm marka sinna gegn KR.Vísir/Diego Til þess að það gerist þurfa þeir að leggja Víking að velli en Íslandsmeistararnir hafa gert jafntefli í þremur síðustu deildarleikjum sínum. Þeir unnu hádramatískan 5-3 sigur á KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn var og hafa eflaust nýtt helgina í að leyfa mjólkursýrunni að dafna þar sem liðið hefur leikið fjölmarga leiki á undanförnum vikum. Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir framlengdan leik í Póllandi til að finna síðasta tapleik liðsins á Íslandi þarf að fara aftur til 16. maí er Breiðablik vann 3-0 sigur er liðin mættust í Víkinni. Síðan þá hafa lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar leikið 17 leiki hér á landi án þess að bíða ósigur. Það þarf því eitthvað undan að láta er Valur mætur á Heimavöll hamingjunnar í Víkinni, annað hvort endar gott gengi Íslands- og bikarmeistaranna hér á landi eða Valur stimplar sig af fullum þunga inn í toppbaráttuna. Eða þá að Víkingar gera sitt fjórða jafntefli í röð í Bestu deildinni en það nennir því samt í raun enginn. Leikur Víkings og Vals hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðung áður eða klukkan 20.00. Ólafur Jóhannesson er mættur aftur á Hlíðarenda.Hulda Margrét Fallbaráttan Þá hefjast tveir leikir klukkan 18.00 í dag. Eftir samstöðufund á föstudagskvöld þá tekur FH á móti Keflavík í Kaplakrika. Heimamenn eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild á meðan Keflavík lætur sig dreyma um að vera í efri helmingnum er deildinni verður skipt upp. Sá leikur er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Atli Sigurjónsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði KR í sumar.Vísir/Diego Í Breiðholti mætast Leiknir Reykjavík og KR í Reykjavíkurslag. Breiðhyltingar hafa átt erfitt uppdráttar og sitja á botni deildarinnar eftir sigur ÍA á sunnudag. Með sigri gæti Leiknir þó komist upp úr fallsæti fari svo að FH nái ekki að vinna Keflavík. KR hefur sömuleiðis ekki átt góðu gengi að fagna í sumar. Liðið er í 6. sæti en getur með (tveggja marka) sigri farið upp fyrir Stjörnuna ásamt því að brúa bilið milli sín og Vals fari svo að lærisveinar Óla Jó nái ekki í stig eða sigur í Víkinni. Að leikjum kvöldsins loknum, klukkan 22.15, er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins sem og leiki gærdagsins í Bestu deildinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Mánudagskvöldið 22. ágúst gæti haft gríðarleg áhrif á lokastöðuna í Bestu deildinni. Vissulega eru nokkrar umferðir eftir af hefðbundinni deildarkeppni og svo úrslitakeppni í kjölfarið en það er ljóst að pendúllinn getur sveiflast allverulega í kvöld. Úlfarsárdalur Klukkan 19.15 í Grafarholti tekur Fram á móti toppliði Breiðabliks. Heimamenn hafa verið illviðráðanlegir síðan þeir færðu sig úr Safamýri. Bæði innan vallar sem utan en segja má að mikil stemning einkenni leik liðsins þessa dagana. Fram hefur ekki enn tapað á nýjum heimavelli sínum. Ásamt því að vinna FH og Leikni Reykjavík þá hefur Fram gert jafntefli við ÍBV, Stjörnuna og Víking í þeim sex leikjum sem liðið hefur leikið þar til þessa. Topplið Breiðabliks þarf í raun að vera fyrsta liðið til að sigra heimamenn í Úlfarsárdal þar sem forysta liðsins á toppi deildarinnar hefur minnkað hægt og rólega undanfarnar vikur. Blikar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn var og hefur því ekki haft mikinn tíma til að jafna sig milli leikja. Það hefur verið staðan undanfarnar vikur þar sem liðið tók þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Það hafði áhrif á gengi liðsins í Bestu deildinni en Breiðablik hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum þar og forystan á toppi deildarinnar komin niður í aðeins þrjú stig. Damir Muminovic fagnar sigrinum gegn HK. Vísir/Hulda Margrét Heimavöllur hamingjunnar Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti sjóðandi heitum Valsmönnum í Víkinni í kvöld. Það virðist sem Ólafur Jóhannesson hafi náð að kveikja neista á Hlíðarenda sem var sárlega vantað. Allt í einu eru Valsarar farnir að gæla við að blanda sér af alvöru í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Víkingar fagna einu fimm marka sinna gegn KR.Vísir/Diego Til þess að það gerist þurfa þeir að leggja Víking að velli en Íslandsmeistararnir hafa gert jafntefli í þremur síðustu deildarleikjum sínum. Þeir unnu hádramatískan 5-3 sigur á KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn var og hafa eflaust nýtt helgina í að leyfa mjólkursýrunni að dafna þar sem liðið hefur leikið fjölmarga leiki á undanförnum vikum. Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir framlengdan leik í Póllandi til að finna síðasta tapleik liðsins á Íslandi þarf að fara aftur til 16. maí er Breiðablik vann 3-0 sigur er liðin mættust í Víkinni. Síðan þá hafa lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar leikið 17 leiki hér á landi án þess að bíða ósigur. Það þarf því eitthvað undan að láta er Valur mætur á Heimavöll hamingjunnar í Víkinni, annað hvort endar gott gengi Íslands- og bikarmeistaranna hér á landi eða Valur stimplar sig af fullum þunga inn í toppbaráttuna. Eða þá að Víkingar gera sitt fjórða jafntefli í röð í Bestu deildinni en það nennir því samt í raun enginn. Leikur Víkings og Vals hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðung áður eða klukkan 20.00. Ólafur Jóhannesson er mættur aftur á Hlíðarenda.Hulda Margrét Fallbaráttan Þá hefjast tveir leikir klukkan 18.00 í dag. Eftir samstöðufund á föstudagskvöld þá tekur FH á móti Keflavík í Kaplakrika. Heimamenn eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild á meðan Keflavík lætur sig dreyma um að vera í efri helmingnum er deildinni verður skipt upp. Sá leikur er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Atli Sigurjónsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði KR í sumar.Vísir/Diego Í Breiðholti mætast Leiknir Reykjavík og KR í Reykjavíkurslag. Breiðhyltingar hafa átt erfitt uppdráttar og sitja á botni deildarinnar eftir sigur ÍA á sunnudag. Með sigri gæti Leiknir þó komist upp úr fallsæti fari svo að FH nái ekki að vinna Keflavík. KR hefur sömuleiðis ekki átt góðu gengi að fagna í sumar. Liðið er í 6. sæti en getur með (tveggja marka) sigri farið upp fyrir Stjörnuna ásamt því að brúa bilið milli sín og Vals fari svo að lærisveinar Óla Jó nái ekki í stig eða sigur í Víkinni. Að leikjum kvöldsins loknum, klukkan 22.15, er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins sem og leiki gærdagsins í Bestu deildinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn