Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Breiða­blik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst

Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikil dramatík en verð­skuldaður sigur“

Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekktur og stoltur á sama tíma“

KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sleikjum sárin í kvöld“

Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast

„Við vorum ekki hræddir, þetta var gott lið og við náðum að loka vel á það sem við ætluðum að gera, en á sama tíma vorum við ekki nógu góðir.“ sagði markaskorarinn Orri Sigurður Ómarsson eftir súrt tap Vals fyrir Kauno Žalgiris í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar á­fram eftir fram­lengingu

Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“

KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. 

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­selt á Evrópu­leik KA á Akur­eyri

Á fimmtudag tekur KA á móti Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og heimamenn eiga því góðan möguleika í leiknum sem verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hall­gríms tryggðu KA frá­bær úr­slit

KA náði í dag í jafntefli í fyrri leik sínum gegn Silkeborg, frá Danmörku, í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 á JYSK Park úti í Silkeborg, en síðari leikurinn mun fara fram á Akureyri eftir rúma viku. Töfrar Hallgríms Mars í uppbótatíma tryggðu að Akureyringar fara með jafna stöðu inn í síðari leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballið ekki búið hjá Breiðabliki

Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug.

Fótbolti
Fréttamynd

Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna

Nikolaj Hansen skoraði þrennu fyrir Víkinga í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær og varð þar með fjórði leikmaðurinn til að skora tíu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hann sló eitt met og jafnaði annað.

Fótbolti