Sambandsdeild Evrópu

Óskar Hrafn: Hefði verið rosalega létt að gefast upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var með blendnar tilfinningar eftir tap síns liðs í Sambandsdeildinni í kvöld.

Höskuldur: Ætlum að safna stigum í þessum riðli
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 3-2 tap gegn Maccabi í Sambandsdeildinni í kvöld.

Sjáðu mörkin hans Klæmint í Evrópuleik Blika
Breiðablik tapaði naumlega, 3-2, fyrir Maccabi Tel Aviv í kvöld í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fyrstu umferð lokið í Evrópukeppnum: Brighton tapar á heimavelli gegn AEK
Fyrstu umferð Evrópu- og Sambandsdeildarinnar var að ljúka. Brighton tapaði 3-2 gegn AEK, West Ham vann öruggan sigur en KÍ Klaksvík þurfti að sætta sig við tap.

Hetjuleg barátta Blika í Tel Aviv
Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í Sambandsdeildinni í kvöld en lokatölur voru 3-2. Klæmint Olsen skoraði bæði mörk Breiðabliks.

Sambandsdeildin: Markaveisla og Aston Villa tapar óvænt
Sambandsdeild Evrópu hófst í dag með markaveislu. Í þeim átta leikjum sem hófust kl. 16:45 voru skoruð 32 mörk samtals. FC Spartak Trnava var eina liðið sem mistókst að koma boltanum í netið.

Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Íslendingar þekkja vel
Undanfarna daga hefur setningin „Breiðablik mun hefja nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiðablik svo sannarlega rita upphafsorðin í nýjum kafla í sögu íslensks fótbolta sem fyrsta íslenska karlaliði til að leika í riðlakeppni í Evrópu.

Yfir sautján þúsund miðar seldir á leik Breiðabliks í Tel Aviv í kvöld
Rétt yfir sautján þúsund miðar hafa verið seldir á leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv í kvöld.

Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi
Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu.

Sjáðu myndirnar: Væsir ekki um Blika á fimm stjörnu lúxushóteli í Tel Aviv
Það styttist í stóru stundina hjá karlaliði Breiðabliks í fótbolta sem í kvöld mætir sterku liði Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv.

Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv.

Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“
Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið.

„Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni.

Hákon fiskaði víti í sigri Lille
Hákon Arnar Haraldsson fiskaði vítaspyrnuna sem fyrra mark leiksins Lille og Olimpija Ljubljana í Sambandsdeild Evrópu kom úr.

Sjáðu myndina: Áhrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv
Ísland á sína tengingu við ísraelska fótboltaliðið Maccabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiðabliki í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv.

Blikar mæta sigursælasta liði Ísrael sem er með þekktan markaskorara í brúnni
Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni.

Utan vallar: Steikjandi hiti Tel Aviv tekur á móti brautryðjendum Breiðabliks
Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst hér í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv. Lið sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni.

Heilindi fótboltans geti verið í hættu
Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu.

Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni
Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að.

UEFA hækkar peningastyrk til liða sem komast ekki í Evrópukeppni
Evrópska knttspyrnusambandið og samtök leikmanna í Evrópu hafa staðfest nýja skiptingu fjármagns þar sem hærra hlutfall fer til þeirra liða sem ekki vinna sér inn sæti í Evrópukeppnum.

Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í.

Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran
Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því.

Blikar hefja leik í Ísrael og enda í Póllandi
Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Tel Aviv í Ísrael er liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv síðar í þessum mánuði.

„Erum ekkert í þessu bara til að taka þátt“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið sé ekki mætt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu til þess eins að taka þátt. Liðið ætli sér að sýna góða frammistöðu og með því komi oft góð niðurstaða.

„Upp úr riðlinum, takk!“
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu.

„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“
Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig.

Breiðablik í sögulegum B-riðli í Evrópu
Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í B-riðil riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið var nú rétt í þessu í Mónakó.

Fyrsta sinn sem allar Norðurlandaþjóðir eiga lið í riðlakeppni
Í fyrsta skipti í sögunni eiga allar Norðurlandaþjóðirnar Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Færeyjar öll knattspyrnulið sem munu keppa í riðlakeppni Evrópukeppna. Þetta varð ljóst í gær þegar Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“
„Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins.

Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi
Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina?