Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 16:25 Wilfried Zaha er í fantaformi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Sjá meira