Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 16:25 Wilfried Zaha er í fantaformi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira