Veður

Sól­ríkur dagur en víð­áttu­mikil lægð nálgast

Atli Ísleifsson skrifar
Víðáttumikil lægð nálgast nú landið úr suðvestri.
Víðáttumikil lægð nálgast nú landið úr suðvestri. Vísir/Vilhelm

Sólríkur dagur er framundan í flestum landshlutum í dag, en það mun þykkna heldur upp suðvestantil á landinu með stöku skúrum þegar líður á daginn.

Á vef Veðurstofunnar segir að miklar breytingar verði hins vegar á veðri til morguns því víðáttumikil lægð nálgist landið úr suðvestri.

„Vaxandi vindur í nótt og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Suðaustan hvassviðri eða stormur þar á morgun og talsverð rigning, en dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Þykknar þá upp með dálítilli vætu um landið norðaustanvert. Lægðin mun því miður verða þaulsetin hér við land og stjórna veðrinu hjá okkur út vikuna með vætu í flestum landshlutum.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustan 15-23 og rigning sunnan- og vestanlands, en 8-13 m/s og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hægari suðlæg átt suðvestantil undir kvöld. Hiti víða 9 til 14 stig.

Á fimmtudag: Austlæg átt 5-13 m/s og þurrt og bjart að mestu, en víða rigning sunnan- og austanlands. Hiti 10 til 16 stig.

Á föstudag: Norðan og norðaustan 5-10 og skúrir, en heldur hvassara og rigning norðvestantil. Heldur kólnandi veður.

Á laugardag: Fremur stíf norðlæg átt. Rigning eða skúrir og svalt í veðri fyrir norðan, en þurrt og bjart að mestu sunnan heiða og hiti að 15 stigum.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með skúrum, en bjart að mestu syðra. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×