Veður

Lægð á leiðinni yfir landið í vikunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lægð mun ganga yfir landið síðar í vikunni.
Lægð mun ganga yfir landið síðar í vikunni. Vísir/Vilhelm

Í dag spá veðurfræðingar Veðurstofu Íslands norðvestan golu eða kalda í dag og stöku skúrum norðan- og austantil en léttskýjuðu í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið frá helginni. 

Vindurinn snúist þá í suðvestlæga átt á morgun og gera megi þá ráð fyrir skúrum á vestanverðu landinu og björtu að mestu annars staðar. Hiti verði á bilinu 9 til 14 stig samkvæmt textaspá veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. 

Á miðvikudaginn komi lægð með rigningu og sums staðar allhvassri suðaustanátt en úrkomuminna norðaustantil. Hiti 8 til 13 stig. 

Þá verði lægðin suður af landinu á fimmtudag. Ákveðin austlæg átt með rigningu á sunnanverðu landinu og talsverðri úrkomu á Suður- og Suðausturlandi. Lengst af verði þurrt og bjartfyrir norðan og hiti breytist lítið. 

Á föstudag megi búast við norðaustanátt og rigningu víða en norðanátt með skúrum um helgina. Hiti verði þá 8 til 15 stig en hlýjast sunnan heiða. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.