Íslenski boltinn

Bestu mörkin um Stjörnuna: „Það eru rosa­leg þroska­merki á þessu liði“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar einu marka sinna í sumar. Hún og Jasmín Erla Ingadóttir hafa náð vel saman í sóknarlínu Stjörnunnar.
Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar einu marka sinna í sumar. Hún og Jasmín Erla Ingadóttir hafa náð vel saman í sóknarlínu Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét

„Stjarnan átti sigur skilið og mér fannst þær sterkari allan leikinn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, er farið var yfir 2-2 jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

„Mér fannst aldrei þessu vant frábær greining hjá báðum þjálfurum eftir leik. Mér fannst Stjarnan með yfirhöndina í leiknum eftir fyrstu mínúturnar. Þær voru að halda betur í boltann, skapa sér fleiri stöður þó þær hafi ekki verið að skapa sér nein dauðafæri. Þú skapar þér ekkert mörg dauðafæri á móti Breiðablik en þær voru að skapa sér margar álitlegar stöður,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um leikinn.

„Mér fannst Katrín (Ásbjörnsdóttir) mjög góð og Jasmín Erla (Ingadóttir) sömuleiðis. Þetta eru þeirra lykilleikmenn. Betsy (Hassett) fannst mér spræk. Þegar þessir leikmenn eru On er erfitt að eiga við þetta Stjörnulið,“ bætti Harpa við.

„Ég get ekki hætt að hrósa þessu Stjörnuliði, það eru rosaleg þroskamerki á þessu liði. Þær eru búnar að taka risaskref í að verða betra lið. Maður sá þetta á undirbúningstímabilinu en svo fannst manni aðeins hikst á þeim í upphafi móts. Núna eru þær á eldi, ótrúlega gaman að horfa á þér. Mér finnst þær eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um lið Stjörnunnar.

Umræðan snerist svo að þeim Katrínu og Jasmín Erlu en þær hafa verið frábærar í liði Stjörnunnar í sumar. Umræðu Bestu markanna má sjá hér að neðan.

Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Stjörnuna

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.