„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 13:30 Sævar Pétursson á góðri stundu. Vísir/Tryggvi KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira