Íslenski boltinn

Arnar úrskurðaður í fimm leikja bann og KA fær sekt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Grétarsson mun ekki stýra liði KA í næstu leikjum.
Arnar Grétarsson mun ekki stýra liði KA í næstu leikjum. Vísir/Hulda Margrét

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir framkomu sína í garð dómara í leik liðsins gegn KR fyrir rúmri viku síðan.

Arnar fékk að líta rauðaspjaldið undir lok leiks gegn KR á dögunum, en þetta var hans annað rauða spjald á tímabilinu. Hann fær tveggja leikja bann fyrir spjaldið og aðra þrjá leiki í bann fyrir framkomu sína í kjölfar rauða spjaldsins.

Arnar hefur nú þegar tekið út eins leiks bann og verður því ekki á hliðarlínunni hjá KA í næstu fjórum leikjum.

Þá kemur einnig fram á vefmiðlinum Fótbolti.net að KA fái hundrað þúsund króna sekt vegna brottvísunar þjálfara og atvika eftir leik.


Tengdar fréttir

Arnar sér bara rautt þegar hann mætir KR

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti KR á Akureyri í gær. Þetta er í annað skiptið í sumar sem Arnar fær rautt í leik á móti Vesturbæjarliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.