Veður

Gul viðvörun á Norðurlandi eystra

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Húsavík.
Húsavík. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á Norðurlandi eystra frá miðnætti fram til hádegis á morgun, miðvikudag.

Í spá veðurstofunnar er gert ráð fyrir vestan 10-18 metrum á sekúndu með vindhviður að 30-35 metrum á sekúndu á Tröllaskaga, við Eyjafjörð, Skjálfanda, á Melrakkasléttu og Langanesi. Þá er varað við því að keyra á svæðinu með ökutækjum, sem taka á sig mikinn vind.

Svæðið sem um ræðir.veðurstofan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×