Erlent

Átta látnir í flóðum á höfuðborgarsvæðinu í Suður-Kóreu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Götur Gangnam hverfis eru sagðar hafa umbreyst í ár.
Götur Gangnam hverfis eru sagðar hafa umbreyst í ár. AP/Yonhap/Hwang Kwang-mo

Að minnsta kosti átta eru látnir og fjórtán slasaðir í gríðarlegum flóðum í kjölfar úrhellisrigninga í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær.

Samkvæmt veðurstofu landsins var á sumum svæðum um að ræða mesta regnfallið í 80 ár.

Því er spáð að ekkert lát verði á rigningunum næstu daga en þegar í gær voru vegir farnir undir og þá fór neðanjarðarlestarkerfið á kaf. Á myndum má sjá hvernig vatnið nær upp að framrúðum bifreiða og fullorðnum upp að lærum.

Samkvæmt staðarmiðlum bjuggu að minnsta kosti þrír látnu í kjallaraíbúðum, sem virðast bókstaflega hafa farið á kaf þar sem viðbragðsaðilar náðu ekki til þeirra. Eitt fórnarlamb flóðanna lést eftir að hafa fengið raflost, annar fannst látinn undir strætóskýli og enn annar lést í aurskriðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×