Enski boltinn

Gaf stuðnings­manni liðsins Rolex úr eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allan Saint-Maximin í leiknum með Newcastle United á móti Nottingham Forest um helgina.
Allan Saint-Maximin í leiknum með Newcastle United á móti Nottingham Forest um helgina. Getty/Jan Kruger

Allan Saint-Maximin er elskaður og dáður hjá Newcastle og ekki verður aðdáunin minni eftir nýjustu fréttirnar af kappanum.

Saint-Maximin hefur spilað með Newcastle frá árinu 2019 og upplifað mikla breytingatíma hjá félaginu sem endaði með að nýir eigendur komu með mikla pening og alvöru framtíðarsýn inn í félagið.

Stuðningsmenn Newcastle eru rómaðir fyrir ástríðu og ást til félags síns og hafa stutt það í gegnum súrt og sætt.

Þar skiptir engu hvort liðið er í b-deildinni, fallbaráttunni eða byrjar tímabilið á 2-0 sigri eins og um helgina.

Eftir 2-0 sigur á Nottingham Forest um helgina var ástæða til að fagna.

Einn heppinn stuðningsmaður liðsins fékk ekki bara sigur og að hitta hetjuna sína eftir leikinn.

Allan Saint-Maximin kom nefnilega færandi hendi og gaf honum rándýrt Rolex úr eftir leikinn. Það má sjá það hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.