Enski boltinn

Rakst á allt Liverpool liðið úti á lestarstöð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk, Jordan Henderson og Alisson Becker mótmæla vítaspyrnudómi Andy Madley í leiknum á móti Fulham um helgina.
Virgil van Dijk, Jordan Henderson og Alisson Becker mótmæla vítaspyrnudómi Andy Madley í leiknum á móti Fulham um helgina. Getty/Mike Hewitt

Liverpool byrjaði tímabilið ekki vel í ensku úrvalsdeildinni og er þegar lent tveimur stigum á eftir Manchester City eftir aðeins eina umferð.

Liverpool náði bara jafntefli á móti nýliðum Fulham á Craven Cottage á laugardaginn.

Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var ekki sáttur með spilamennsku og þá sérstaklega ekki framan af leik.

Nýi framherjinn Darwin Nunez kom inn á sem varamaður og lífgaði upp á leik liðsins með marki og stoðsendingu.

Það vakti athygli margra að Liverpool menn ferðuðust með lest á leikinn gegn Fulham eins og sjá má hér fyrir ofan.

Sumir vildu jafnvel halda því fram að þetta væri sparnaðaraðgerð eftir rándýru kaupin á umræddum Darwin Nunez.

Miðað við það hvernig Liverpool liðið spilað þennan fyrri hálfleik á móti Fulham þá er líklegt að lestaferðir verða settar út af sakramentinu það sem eftir lifi tímabilsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.