Erlent

Túrbínan sé til­búin fyrir flutning til Rúss­lands

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kanslari Þýskalands Olaf Scholz mun skoða túrbínuna sem hefur að sögn Rússa valdið minna gasflæði.
Kanslari Þýskalands Olaf Scholz mun skoða túrbínuna sem hefur að sögn Rússa valdið minna gasflæði. AP/Michele Tantuss

Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz mun í dag skoða rússneska túrbínu frá Gazprom sem hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Túrbínan er staðsett í borginni Mulheim í Þýskalandi.

Mikið hefur gengið á í gasmálum í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu en snemma í júlí ákváðu kanadísk yfirvöld að skila túrbínunni til Þýskalands en hún var í viðgerð í Kanada. Túrbínan flýtir streymi á rússnesku gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna.

Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nord Stream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu mótmæltu skilum túrbínunnar til Þýskalands á grundvelli þess að þau myndu gera lítið úr refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi.

Rússnesk yfirvöld hafa notað viðgerðir á túrbínunni til þess að réttlæta skert flæði á gasi í gegnum leiðsluna en Evrópusambandið segir það ekki standast skoðun.

Samkvæmt umfjöllun Reuters kemur fram í boði frá Siemens Energy vegna heimsóknarinnar að túrbínan sé „tilbúin fyrir flutninga til Rússlands.“


Tengdar fréttir

Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi

Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu.

Rússar skrúfa frá gasinu

Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×