Erlent

Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Óttast er að Evrópa muni ekki eiga nóg gas fyrir veturinn þrátt fyrir samdrátt. 
Óttast er að Evrópa muni ekki eiga nóg gas fyrir veturinn þrátt fyrir samdrátt.  EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV

Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn.

Þessi nýja tilkynning Gazprom kemur í kjölfar mikils ótta vegna lítils gas flæðis víða um Evrópu en árlegu viðhaldi á Nord Stream leiðslunni lauk 21. júlí síðastliðinn. Leiðslunni var lokað á meðan viðhaldinu stóð og töldu sumir tvísýnt að hún yrði opnuð aftur. 

Skortur á gasi olli því að Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi var á barmi gjaldþrots.

 Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu.

CNN greinir frá því að bandarísk yfirvöld óttist að Evrópa muni upplifa mikinn skort á gasi í vetur. Erfitt sé fyrir álfuna að fylla á gasbyrgðir þegar flæði um leiðsluna sé eins lítið og raun ber vitni. Möguleiki sé á því að afleiðingar gasleysis í Evrópu muni skila sér til Bandaríkjanna með hækkuðu gas- og rafmagnsverði.

Orkusérfræðingur Hvíta hússins Amos Hochstein hafi verið sendur til Evrópu til þess að skipuleggja megi næstu skref í orkusamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu vegna málsins.

Rætt verði á næstu dögum hvort aukin kjarnorkuframleiðsla sé vænleg til þess að vega á móti gasleysinu sem minna flæði um Nord Stream leiðsluna veldur. Ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas til þess að duga álfunni í vetur þrátt fyrir stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á gasneyslu í Evrópu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×