Erlent

Rússar skrúfa frá gasinu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Nordstream línan í Þýskalandi
Nordstream línan í Þýskalandi Getty

Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna.

Rússar sáu Evrópubúum fyrir um 40 prósent náttúrugass á síðasta ári. Þjóðverjar voru stærsti innflutningsaðili álfunnar árið 2020 en hafa tekist að minnka þörf sína fyrir gasi úr 55 prósent í 35 prósent. Um síðir er áætlað að Þjóðverjar hætti alfarið að flytja inn rússneskt gas. 

Í vikunni hvatti framkvæmdastjórn ESB aðildarríki sín til þess að draga úr notkun jarðgass um fimmtán prósent á næstu sjö mánuðum. 

Þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi haldið því fram að gasleiðslan yrði tekin í gagnið á ný var því tekið með fyrirvara. 

Talsmaður Gazprom tekur þó fram að gasleiðslan sé einungis að flytja um 40 prósent af getu leiðslunnar. Það er sama magn gass og leiðslan flutti um miðjan júní þegar Gazprom minnkaði útflutning en hélt því fram að þýska gasfyrirtækinu Siemens Energy væri um að kenna. Gasið flæðir því nú á ný - en í minna magni.


Tengdar fréttir

Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi

Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.