Veður

Haugarigning á Suðurlandinu og gul viðvörun í gildi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Talsverð eða mikil rigning verður á Suðurlandinu og höfuðborgarsvæðinu í dag.
Talsverð eða mikil rigning verður á Suðurlandinu og höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir hellidembu á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gul­ar viðvar­an­ir eru enn í gildi vegna úr­komu sunn­an­til á land­inu og hvassviðris á Miðhá­lend­inu og verða fram á kvöld hið minnsta.

Mikið rigndi í nótt og líkt og greint var frá í gær er viðbúið að það hækki mikið í ám og hafi áhrif á akstursleiðir á Suðurlandi þar sem aka þarf yfir óbrúaðar á.

Veðurhorfur næsta sólarhring:

Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna, 8-15 m/s seint í kvöld. Talsverð eða mikil rigning við suðurströndina, en úrkomuminna norðaustantil.

Sunnanátt, 8-13 m/s og rigning á morgun en styttir upp á Vestfjörðum eftir hádegi og víðar á vestanverðu landinu annað kvöld. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 18 stig.

Nánar má kynna sér veður á vef Veðurstofunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.