Mikið rigndi í nótt og líkt og greint var frá í gær er viðbúið að það hækki mikið í ám og hafi áhrif á akstursleiðir á Suðurlandi þar sem aka þarf yfir óbrúaðar á.
Veðurhorfur næsta sólarhring:
Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna, 8-15 m/s seint í kvöld. Talsverð eða mikil rigning við suðurströndina, en úrkomuminna norðaustantil.
Sunnanátt, 8-13 m/s og rigning á morgun en styttir upp á Vestfjörðum eftir hádegi og víðar á vestanverðu landinu annað kvöld. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 18 stig.
Nánar má kynna sér veður á vef Veðurstofunnar.