Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:43 Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við skógareldana við Yosemite. AP/Ethan Swope Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. „Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01
Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29
Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39