Íslenski boltinn

Willard tryggði Þór mikil­vægan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harvey Willard skoraði tvö af fjórum mörkum Þórs í kvöld.
Harvey Willard skoraði tvö af fjórum mörkum Þórs í kvöld. Þór Akureyri

Þór Akureyri gerði góða ferð í höfuðborgina en liðið vann 3-2 útisigur á Kórdrengjum í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

Gestirnir frá Akureyri fengu vítaspyrnu snemma leiks. Harvey Willard fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan var 0-1 í hálfleik en heimamenn jöfnuðu fljótt metin eftir að leikar hófust á ný. Arnleifur Hjörleifsson með markið beint úr aukaspyrnu.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom Þór aftur yfir á 56. mínútu en forystuna entist ekki lengi. Lánsmaðurinn Sverrir Páll Hjaltested skoraði sjö mínútum síðar og allt jafnt, staðan þá 2-2.

Þegar sex mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir aðra vítaspyrnu. Aftur fór Willard á punktinn og aftur skoraði hann. Veislan var þó ekki búin en Kristófer Kristjánsson kom gestunum í 4-2 áður en Sverrir Páll fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Kórdrengir voru því aðeins tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka, lokatölur 2-4 og mikilvægur sigur Þórsara staðreynd.

Þór er með 14 stig í 10. sæti, nú sjö stigum frá fallsæti. Á sama tíma eru Kórdrengir með 16 stig í 8. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.