Enski boltinn

Ten Hag gefur engan af­slátt af leik­stílnum: „Hvað í and­skotanum ertu að gera?“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Erik Ten Hag er harður húsbóndi.
Erik Ten Hag er harður húsbóndi. Vísir/Getty

Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. 

Hollenski knattspyrnustjórinn er með skýra hugmyndafræði en hann aðhyllist leikstíl þar sem spilað er út frá markverði og mest megnis með stuttum sendingum milli línanna hjá andstæðingnum. Sé löngum sendingum beitt sé það gert með skýrum tilgangi. 

Erik ten Hag var á einum tímapunkti afar ósáttur við að David de Gea, markvörður Manchester United, spyrnti löngum bolta frá marki sínu. 

Ekki er ljóst hvort reiði knattspyrnustjórans var beint að spænska landsliðsmarkverðinum eða Charlie Savage sem kom ekki nógu djúpt á völlinn til þess að bjóða sig og fá boltann. 

„Hvað í andskotanum ertu að gera," öskraði Erik ten Hag þegar boltinn flaug langt fram völlinn. 

Anthony Martial, Marcus Rashford og Jadon Sancho skoruðu mörk Manchester United í 3-1 sigri liðsins en liðið hafði áður borið sigur úr býtum gegn Liverpool og Melbourne Victory í æfingaleikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×