Erlent

Enn einn mollu­­dagur í Evrópu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólk beitir öllum tiltækum ráðum í baráttunni við hitabylgjuna. Þetta fólk í Lundúnum nýtti sér gosbrunn til að kæla sig niður.
Fólk beitir öllum tiltækum ráðum í baráttunni við hitabylgjuna. Þetta fólk í Lundúnum nýtti sér gosbrunn til að kæla sig niður. Rasid Necati Aslim/Getty

Vesturhluti Evrópu á von á enn einum molludeginum í dag en hitabylgjan í Evrópu færir sig nú norður á bóginn.

Í Frakklandi og Bretlandi eru viðvaranir í gildi vegna hitans og á norður Spáni fór hitinn í fjörutíu og þrjár gráður í gær. 

Hitanum og þurrkinum fylgja svo skógareldar sem brunnið hafa víða, í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og á Grikklandi. 

Búist er við að hitamet verði slegið í Bretlandi í dag svo gæti einnig farið í Frakklandi. Í borginni Nantes féll metið í gær þegar hitinn fór í fjörutíu og tvær gráður. Í Bretlandi fór hitinn hæst í þrjátíu og átta komma eitt stig í gær og er óttast að tölurnar fari yfir fjörutíu gráðurnar í dag. 

Veðurfræðingar búast síðan við því að síðar í vikunni gæti hitinn náð svipuðum hæðum, eða um fjörutíu gráðum í Belgíu og Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“

Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×