Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. júlí 2022 22:26 Skógareldar geisa nú til að mynda í suðvesturhluta Frakklands. AP/SDIS Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“ Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“
Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05
„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32
Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59
Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18