Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. júlí 2022 22:26 Skógareldar geisa nú til að mynda í suðvesturhluta Frakklands. AP/SDIS Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“ Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fleiri lönd glíma nú við ofsahita. Hitamet hafa fallið hver á fætur öðru og fjöldi skógarelda geisa í Frakklandi, Portúgal, á Grikklandi og Spáni. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og í Portúgal og á Spáni hafa að minnsta kosti þúsund manna látist vegna hitans undanfarna daga. „Þegar að ég fór að heiman þá loguðu eldar víða í landinu mínu. Meira en 20 þúsund hektarar hafa brunnið á síðustu þremur dögum,“ sagði Teresa Ribera, loftslags- og umhverfismálaráðherra Spánar, á loftslagsráðstefnu í Berlín í dag. „Nú geisa fleiri en 36 virkir skógareldar af fyrstu gráðu í landinu. Í tíu daga hefur hiti að degi til verið yfir 40 stig,“ sagði hún enn fremur. Norðar í álfunni hefur hitabylgjan einnig gert vart við sig. Rauð hitaviðvörun tók í fyrsta sinn gildi á Bretlandseyjum í dag og gildir út morgundaginn. Hitinn í Lundúnum var mestur 37 gráður í dag. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Yfirvöld beindu því til fólks að vera sem minnst á ferðinni. Þá hafði hitinn gríðarleg áhrif á samgöngur en á Luton flugvelli var öllum ferðum aflýst þar sem malbik á flugbrautin. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli á loftlagsráðstefnunni í Berlín. „Met féllu í styrk gróðurhúsalofttegunda, hæð yfirborðs sjávar og sjávarhita. Helmingur mannkyns býr á hættusvæðum þar sem hamfaraflóð, þurrkar, óðastormar og skógareldar geisa. Engin þjóð fer varhluta af þessu,“ sagði Guterres. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum.“
Loftslagsmál Bretland Spánn Tengdar fréttir Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05 „Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. 18. júlí 2022 17:05
„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. 18. júlí 2022 13:32
Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59
Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. 17. júlí 2022 14:02
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18